14.03.2009 16:46
Góð úrslit á sýningu
Gaman var að sjá alla hvolpana á sýningunni, við fengum 3 og 4 sæti bæði í tík og rakka flokki. Nú þarf bara að æfa meira fyrir næstu sýningu og taka 1 og 2 sætið
Setti inn myndir í myndaalbúm sem ég fékk sendar af Aþenu og Anderson(Tyson). Aldeilis flott
Setti inn myndir í myndaalbúm sem ég fékk sendar af Aþenu og Anderson(Tyson). Aldeilis flott
Skrifað af þb
20.02.2009 10:05
Sýningarþjálfun HRFI
Minnum á sýningarþjálfunina á sunnudaginn kl 1800 í reiðhöllinni í Víðidal
Skrifað af þb
29.01.2009 20:00
Er ég ekki æði???
Fengum senda mynd af Yrju ( Mjölnis Össu), þar sem hún var að spóka sig í góða veðrinu. Afskaplega gaman að fá að sjá hvað hún er orðin flott!!!!

Skrifað af þb
07.01.2009 21:59
Stemming hjá Amíru og Astró
Hér sjáið þið Amíru og Astró en þau hittust nokkrum sinnum um jólin, Astró er orðinn nokkuð stærri og var ekkert hræddur við GribbuAmríu systur sína en hún vildi nú frekar ráða ferðinni.

Nýtt myndaalbúm jan 2009 komið
Skrifað af þb
30.12.2008 22:08
Gleðilegt nýtt ár! :D
Skrifað af þb
25.12.2008 10:26
Gleðileg jól
Hér er sá flottasti Tyson (Mjölnis Anderson) að fara að opna pakkana sína. Takk fyrir myndina
Þórður, Elin, börn og hundar
Skrifað af þb
10.12.2008 21:24
Mjölnis Schafer hvolparnir
Jæja, þá er loks komin mynd frá hvolpahittingnum, sem var á dögunum. Þökkum Viðari fyrir myndina. Hér eru allir nema Astró Húsvíkingagoði, en hann var á æfingu í að taka á móti gullinu, (he he). Eins og sjá má var húfuveður, vonandi verður aðeins hlýrra þegar við hittumst næst. Virkilega gaman að sjá hvað hvolparnir eru í góðum höndum og braggast vel, hver öðrum fallegri.
Skrifað af þb
26.11.2008 21:59
Húsvíkingurinn Mjölnis Astró
Þá erum við loksins búinn að fá mynd af Astró. Hér er hann að spotta rjúpu í blíðunni norðan heiða. Svo að sjálfsögðu vísaði hann leiðina heim.
Skrifað af þb
20.11.2008 14:44
Amíra sleppur
Skrifað af þb
16.11.2008 12:34
Mjölnis Alex (Rökkvi)
Skrifað af þb
30.10.2008 10:48
Góður koddi
Skrifað af þb
29.10.2008 22:43
Hvolpabönd
Fengum okkur strax í byrjum þessi frábæru hvolpabönd hjá Hundaheimum í Mosó. Þetta munaði öllu til að getað fylgst með hverjum hvolpi fyrir sig og hvernig þyngdaraukningin var. Mælum með þessu!!!

Skrifað af þb
25.10.2008 18:29
Schafer hvolparnir komnir á góð heimili
Þá eru allir hvolparnir búnir að fá heimili. Síðasti strákurinn bíður spenntur eftir að komast heim. Allt gengur vel hjá öllum og óskum við nýju Schafer eigundunum til hamingju með flottu hvolpana sína. Bestu kveðjur Þórður og Elín
Skrifað af þb
18.10.2008 19:08
Schafer hvolpar átta vikna
Þá eru flestir Schafer hvolparnir komnir á góð heimili, líklega verður einn rakki eftir svo endilega hafið endilega samband við okkur, einnig vitum við um hvolpa úr öðru goti sem eru á lausu.
Skrifað af þb
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163086
Samtals gestir: 34277
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 08:21:11