26.01.2011 21:45
Febrúarsýningin 2011
Jæja þá er búið að skrá Amíru og Úlfrúnu á næstu sýningu. Sýningarþjálfunin fer að hefjast og verður gaman að hitta fólkið og hundana í þjálfuninni. Hvolpahittingur verður fljótlega og vonandi náum við góðum myndum til að sýna ykkur, þó varla teljist þeir til hvolpa lengur. Annars eigum við von myndum frá eigendunum og skellum við þeim inn um leið og þær berast.
Skrifað af þb
05.10.2010 20:48
Mjölnis-Amíra lýkur skapgerðarmati
Hér er snillingurinn Mjölnis Amíra, en hún var að ljúka skapgerðarmati um helgina og stóð sig frábærlega, systir hennar hún Ísold (Mjölnis Aríel) lauk skapgerðarmati í sumar og að sjálfsögðu stóð hún sig einnig með prýði
Skrifað af þb
05.10.2010 20:23
Hvolpahittingur, afmælishittingur
Erum tveggja ára í dag, 22. ágúst
Jæja loksins kemur mynd af hvolpahittingnum, ekki gátu mætt nema fjórir í þetta sinn, vonandi betra næst.
Frá vinstri, Yrja, Tyson, Aþena og Amíra.
Skrifað af þb
27.09.2010 20:54
Fjölgun í fjölskyldunni
Ekki er annað hægt en að eiga sauðkind þegar maður á þýska fjárhunda, hér kynnum við Skvísu gullfallega gimbur
Skrifað af þb
15.09.2010 10:16
Í berjamó
Slagsmál voru í berjamó um daginn, tíkurnar eru vitlausar í ber!!

Skrifað af þb
01.03.2010 20:00
Flottar í blíðunni
Það þarf nú stundum að taka pásu í eltingarleiknum, Polly er hætt að ná að fella dótturina sem er orðin stærri en mamma sín
Skrifað af þb
26.01.2010 11:35
Sýningin 27 og 28 febrúar
Þeir sem ætla að sýna verða að skrá í síðasta lagi á föstudag
Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu HRFÍ hefst Sunnudaginn 24. janúar í reiðhöllinni Víðidal.
Sunnudagurinn 24. janúar kl 16:00 - 18.00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur
Sunnudagurinn 31. janúar kl 16:00 - 18:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur
Sunnudagurinn 7. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10
Sunnudagurinn 14.febrúar ATH
Auglýst síðar!!!!!!!!!!
Sunnudagurinn 21. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10
Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.
Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sunnudagurinn 24. janúar kl 16:00 - 18.00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur
Sunnudagurinn 31. janúar kl 16:00 - 18:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur
Sunnudagurinn 7. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10
Sunnudagurinn 14.febrúar ATH
Auglýst síðar!!!!!!!!!!
Sunnudagurinn 21. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10
Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.
Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skrifað af þb
10.01.2010 20:31
Laugardagsgangan
Sæl og blessuð
Þær voru flottar tíkurnar þrjár sem mættu í göngutúrinn á laugardaginn, en veðrið var nú ekkert sérstakt. Amíra, Aþena og Yrja mættu ásamt hörku göngufólki og síðan var látið leka af fötunum og göngugörpunum tvífættu yljað inná Litlu Kaffistofunni.
Auðvitað gleymdist að taka myndir, en reynum aftur 30 eða 31 janúar
Bestu kveðjur
Amíra
Skrifað af þb
07.12.2009 22:49
Jólaganga Schaferdeildarinnar
Skrifað af þb
05.12.2009 13:12
Jólaganga
Skrifað af þb
06.10.2009 21:59
Hvolparnir hittast október 09
Já það var heldur betur fjör í hvolpahittingnum, hér sjáum við Astró, Amíru, Yrju og Aþenu, Tyson var þarna rétt hjá en hann vildi ekki vera með var að skoða systkini sín svona úr fjarska.


Hér er svo hluti hópsins, en hér var ein Malla tík, 5 Schaferar og ein Labba tík, skellum inn myndum í myndaalbúm
Skrifað af þb
24.08.2009 20:57
Mjölnis hvolpar 1 árs
Þá eru hvolparnir orðnir 1 árs. Þetta er ótrúlega fljótt að líða. Ákveðið var að hafa smá afmælishitting, laugardaginn 22. ágúst, afmælisdaginn þeirra en því miður komust ekki allir, Astró Húsvíkingurinn var að reka hvali úr flóanum og Rökkvi(Alex) var að hrella óvelkomna gesti í vinnunni með yfirmanni(Inga) sínum öryggisverðinum, svo þeir voru fjarri góðu gammni. Svo Amíra, Yrja(Assa), Tyson(Anderson), Aþena og Ísold(Aríel) voru mætt kl 1400 við litlu kaffistofuna og genginn var slóði í norður ca 40 mín og étin bláber og krækiber (aðallega þb)og eftir göngu fengu sér allir kaffi, kakó(súkkulaði) og meðlæti nema Eisi hann var að dekstra Yrju(Össu) sína
Skrifað af þb
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36200
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 08:57:00