23.08.2009 22:13
Dagur 2
Jæja loks er allt búið í dag, frábær dagur og Schafer var valinn hundur sýningarinnar, hún Caty frá Gjósku ræktun. Anderson var örskammt frá því að hneppa 1 sætið, kemur næst og Amíra stóð sig þokkalega, hún var þreytt og náði sér ekki á strik. Okkur gengur bara betur næst
Skrifað af þb
23.08.2009 09:26
Hills á sýningartilboði
Gaman að segja frá því, ef einhver skoðar þetta fyrir daginn, Hills pokinn er á 7 þús kall, afmælistilboð sem er nú aldeilis gott,
Skrifað af þb
23.08.2009 09:22
Dagur 1
Jæja
Amría lenti í þriðja sæti og Anderson lenti í öðru sæti, aldeilis frábært hjá þeim, myndirnar ekki alveg að gera sig en sjáum hvort eitthvað verði sett inn.
Erum að koma okkur í gírinn fyrir daginn og nettur spenningur er um hvernig þeim danska líst á okkur, kannski maður æfi sig í leiðinni á dönskunni og skjóti á hann nettum frösum
Skrifað af þb
20.08.2009 10:15
Afmælissýning HRFI
Nú styttist í afmælissýningu HRFI og verða tveir Mjölnishundar sýndir á henni. Mjölnis Amría og Mjölnis Anderson. Þau eru búin að vera í sýningarþjálfun hjá Heimsendahundum ásamt eigendum sínum og líta frábærlega út í dag. Spennandi verður að sjá í hvernig formi þau verða öll um helgina. Reynum að smella inn mynd í kvöld af Amíru en hún er orðin stærri en mamma sín. Ég held að það verði um 30 þýskir fjárhundar sýndir svo þetta verður aldeilis veizla
Skrifað af þb
20.08.2009 10:06
Upplýsingar um þýskan fjárhund
Efst uppi hægra megin er kominn "hnappur" þýskur fjárhundur". Fann ansi skemmtilegan link um þýska fjárhundinn og mynd með nöfnum á því sem skoðað er, þannig að maður veit um hvað dómarinn er að tala þegar hann skrifar dóminn um hundinn
Skrifað af þb
04.07.2009 08:10
Sumarsýningin
Frábær sýningarhelgi
Um helgina sýndum við Mjölnis Amíru, Mjölnis Astró og systurnar Úlfrúnu og Þrumu.
Allar tíkurnar fengu frábæra dóma, enda ótrúlega fallegir hundar!!
Svo voru Amíra og Pollyanna á deildarbásnum á laugardeginum ásamt fleiri flottum Schaferum
Um helgina sýndum við Mjölnis Amíru, Mjölnis Astró og systurnar Úlfrúnu og Þrumu.
Allar tíkurnar fengu frábæra dóma, enda ótrúlega fallegir hundar!!
Svo voru Amíra og Pollyanna á deildarbásnum á laugardeginum ásamt fleiri flottum Schaferum
Skrifað af þb
26.06.2009 21:38
Mjölnis Astró kominn á malbikið
Nú er Astró kominn í bæinn og ætlar að sýna sig um helgina, hér er hann við Kringluna að spóka sig. Myndin er ekki nógu skýr en hún er tekin á símann.

Skrifað af þb
10.06.2009 22:56
Mæðgur
Það er alltaf sól á Kjalarnesi.
Amíra hefur aldeilis dafnað vel enda hugsar Mamman vel um að hún fái að nóg borða. Öllum systkinum Amíru heilsast vel og erum við aldeilis ánægð með heimilin sem þau fengu, þau eru aldeilis frábær og gott hundafólk

Skrifað af þb
10.06.2009 22:42
Mjölnis Astró
Einu sinni var lítill hvolpur sem heitir Astró og hann bjó á Kjalarnesi með systkinum sínum.
Einn góðan dag tók hann þá ákvörðun að flytjast til Húsavíkur.
Þar er meiri hiti,meiri sól og svo sem meira af flestu góðu svo hann stækkaði og stækkaði og nú sér varla til sólar þegar hann fer út sem er svo sem í lagi, því fegurðin er þvílík.
Orðið hundur hefur fengið nýja merkingu þarna norðan heiða og keppast nú allir að líkjast honum en líklega gengur það ekki!!!!!
Skrifað af þb
10.06.2009 22:33
Luku skapgerðarmati um helgina
Hér eru þær systurnar Úlfrún og Þruma í sólbaði, en aldrei er slakað á á verðinum, sama hversu afslappaður maður sýnist

Skrifað af þb
09.05.2009 14:00
Fegurð eða hvað?
Loksins kemst maður á netið og hérna eru þær Úlfrún og Þruma sem eru aldeilis að heilla alla sem koma, þetta eru ótrúlegir karakterar og vinnusamir hundar
Skrifað af þb
14.03.2009 16:46
Góð úrslit á sýningu
Gaman var að sjá alla hvolpana á sýningunni, við fengum 3 og 4 sæti bæði í tík og rakka flokki. Nú þarf bara að æfa meira fyrir næstu sýningu og taka 1 og 2 sætið
Setti inn myndir í myndaalbúm sem ég fékk sendar af Aþenu og Anderson(Tyson). Aldeilis flott
Setti inn myndir í myndaalbúm sem ég fékk sendar af Aþenu og Anderson(Tyson). Aldeilis flott
Skrifað af þb
20.02.2009 10:05
Sýningarþjálfun HRFI
Minnum á sýningarþjálfunina á sunnudaginn kl 1800 í reiðhöllinni í Víðidal
Skrifað af þb
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36241
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 09:41:49