Færslur: 2015 Maí

21.05.2015 18:13

BMW i8 - Bezti bíll sem ég hef keyrt


BMW i8.

Var að keyra allra bezta bíl sem ég komist í, nýjan BMW i8. 
Algjörlega magnaður !
Ekki vissi ég að þessi dagur yrði sá magnaðasti á mínum bílaferli, þá hefði ég farið með fullhlaðinn símann og gefið mér meiri tíma til að taka myndir og myndband.

Þegar ég sá hvaða ökutæki við fengjum að keyra (bara BMW), gat maður ekki beðið eftir að komast að brautinni með BMW i8.


Horfa á myndband


En ég byrjaði að aka nýjum BMW X 5 og sá og fann hvernig nýjasti tölvubúnaðurinn virkaði, árekstarvörn, þegar maður kemur hratt aftan að öðru ökutæki.
Þegar maður átti svona 40 metra í bílinn, bara í makindum, þá sló hann af og svo bremsaði hann alveg ef maður bremsaði ekki sjálfur.
Í framrúðunni sá maður hraðann á bílnum ofl.(Head-up Display), magnað! 

Annars var hugurinn alltaf að brautinni með BMW i8. Ég gekk að honum og  var svona hálffeiminn við hann. Til þess að komast inn þurfti að bakka inní hann en þegar maður var sestur undir stjórntækin þá smellpassaði allt. Tryggilega festur með bláu belti og ég gat ekki beðið að keyra af stað. Í byrjun fór ég æfingahring með nokkuð krappri beygju sem var búið að bleyta og ekki klikkaði kerfið þar, svo var manni sagt að botna, úff 4,4 sek í hundrað og togið og hljóðið--ótrúlegt.
Þetta er á aksturssvæði NOKIA í Finnlandi. Magnaður dagur.


Horfa á myndband









02.05.2015 21:34

Amíra og Úlfrún


Það er fallegt í Esjunni , Amíra og Úlfrún hressar
  • 1
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 84379
Samtals gestir: 18879
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:16:24