27.01.2012 15:46

Fréttir af Mjölnis Aríel ( Ísold)


Við erum stolt af því að segja frá því að hún Mjölnis Aríel (Ísold) hefur fengið niðurstöðu úr olnboga- og mjaðmamyndatöku.  Útkoman hjá henni er mjaðmir B/A og olnbogar A. Við viljum óska eigendum hennar þeim Garðari og Rósu Lilju innilega til hamingju með þessar frábæru niðurstöður.

22.01.2012 20:57

Gleðilegt nýtt ár 2012

Nýtt ár hafið og tíkurnar hafa það fínt.

Alltaf fjör í snjónum, þarna eru Amíra og Úlfrún, en Úlfrún er sérstakur slagsmálaþjálfari og Amíra er afskaplega góður nemandi.emoticon

Nokkrar nýjar myndir eru komnar í myndaalbúm 2012


28.08.2011 17:23

Frábær sýning

Gaman á sýningunni í dag.

Amíra fékk fína dóma, en var ekki sýningarhæf að sögn dómara, með frunsu á vörinni.

Tökum þetta næst frunsulaus og í fínu formi27.08.2011 21:54

SýningarhelgiÞær mættu í sýningarbásinn hjá Schaferdeildinni í morgun,  Pollý og Amíra.    Ansi hreint gaman.

Stóri dagurinn á morgun, þá ætlar Amíra að skokka hringinn og sýna sig og sjá aðra.

Schaferinn byrjar 10, frekar fúlt að geta ekki byrjað kl 9.

Sjáumst hress á morgun
30.07.2011 18:58

Frábærar myndir frá Schaferdeildarsýningunni

Farið inná   motivmedia.123.is   þar eru 1300, já þrettánhundruð myndir af þessari flottu sýningu. Þetta er bara endurupplifun á þessum flotta degi að renna yfir myndirnar.
Mikið eigum við flotta hunda hér á Íslandi

16.07.2011 17:19

1. sæti opinn flokkur Mjölnis AmíraMjölnis Amíra hreppti 1. sætið í opnum flokki á Schaferdeildarsýningunni í dag, meistaraefni að auki.

Í flokknum voru skráðar 15 tíkur.

Svo hélt hún áfram og bætti um betur  og var í 3 sæti, í besta tík tegundar.   SNILLD

Þetta er búinn að vera frábær dagur og á Schaferdeildin hrós skilið fyrir góðan undirbúning og utanumhald á þessari flottu sýningu.  Sænski dómarinn var skemmtilegur og þægilegur í viðmóti og gerði andrúmsloftið afslappað og skemmtilegt.

Veðrið er búið að leika við okkur í dag. 20 stiga hiti og sól, og sem betur fer svolítill andvari.

Vonandi verður þetta að árlegum viðburði.

Settum inn nokkrar myndir frá deildarsýningunni í  myndaalbúm, fleiri koma síðar.
16.07.2011 09:47

Deildarsýningin í dag

Schaferdeildarsýningin er í dag, hún verður í Guðmundarlundi í Kópavogi, ofan við Kórahverfið og hesthúsahverfið Heimsenda, betri upplýsingar eru inná heimasíðu Schaferdeildarinnar. 

Sýningin hefst núna kl 10 og verður til ca. 14:00.

Dómarinn er sænskur og þekkir Schaferinn vel, enda ræktandi Schafer hunda.

Úrslitin eru eftir hádegi, svona um 13:00, en endilega kíkið í sumarstemminguna og útihundasýningu þá flottustu á landinu.

Kv
Þórður

15.07.2011 14:19

Schafer hvolpar í haust?Jæja þá er Mjölnis Amíra að lóða og vonandi verða hvolpar í september, erum með augastað á flottum rakka fyrir þessa fallegustu tík landsins.

Nánari fréttir síðar


31.05.2011 21:15

Aþena og Rökkvi(Alex)Jæja loksins kemur mynd af tveimur Mjölnis hvolpum eða öllu heldur hundum, þetta eru þau Mjölnis Aþena og Rökkvi (Mjölnis Alex).  Myndin er búin að velkjast lengi í póstinum og kemur hér.
 Ansi er Alex líkur pabba sínum og Aþena mömmu sinni.

30.03.2011 10:42

Gaman í Sveitinni


Það vel fylgst með smíðunum í sveitinni, held að þær séu búnar að læra smíði 101.

26.02.2011 17:24

Flott sýning

Úlfrún
Besti hundur tegundar, íslenskt og alþóðlegt meistarastig,


Amíra
2 sæti íopnum flokki, 4 bezta tík tegundar og meistaraefniMjölnis Amira


26.02.2011 12:47

Mjölnis Amíra og Úlfrún sláí gegn


Það var frábær fyrri hluti sýningarinnar, Mjölnis Amíra lenti í  2 sæti í sínum flokki og var svo 4 bezta tík tegundar.  Aldeilis frábært.


Úlfrún fékk svo aftur Íslenskt meistarastig og alþjóðlegt. Svo förum við á eftir í keppnina um bezta hund í tegundaflokki.

Komum svo með myndir á eftir.


emoticon

13.02.2011 10:36

Mjölnis Astró

Aðeins verið að tana sig eftir sundið,

11.02.2011 08:09

Mjölnis Astró

Jæja þá er komin mynd af töffaranum á Húsavík honum Astró.

27.01.2011 23:05

Yrja (Mjölnis Assa)

Jæja sjáiði þessa sætu stelpu að gæða sér á beini.
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36174
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 08:34:34