Færslur: 2008 September

30.09.2008 12:53

Bara flottHér er ein af gersemunum sjö, hún er að fylgjast með systkinum sínum að ærslast.  Núna eru hvolparnir næstum sex vikna(föstudag) og dafna vel. Ótrúleg skemmtun að fylgjast með þeim, maður þarf sko ekkert sjónvarp núna.  Þeir eru farnir að borða þurrmat og finnst það bara gott. 

24.09.2008 22:36

Schafer hvolpar til sölu

Jæja, þá eru nokkrir efnilegir Schaferhvolpaeigendur búnir að koma og skoða djásnin og ljóst er að færri fá en vilja af þessum efnilegu hvolpum. Eins og staðan er í dag gætu verið eftir 2 tíkur og einn rakki.  

11.09.2008 09:42

Nýtt myndaalbúm Schafer hvolpar

Í tilefni dagsins eru komnar nýjar myndir og hér sjáum við Mjölnis Anderson, flottann strák að skoða heiminn

09.09.2008 21:34

Naglasnyrting hjá Schafer hvolpunum

Eftir að fjör færðist í leikinn og baráttan um spenana jókst,  fór móðirin að kvarta yfir klóri svo að naglasnyrtirinn var kallaður til og lagfærði neglur.  Hvolparnir tóku þessu nokkuð vel, en gott er að venja hvolpa við klóakáfi strax og verður því viðhaldið. 

08.09.2008 22:05

17 daga Schafer strákurSlóttugur á svipinn að reyna að sleppa úr myndatöku, farinn að labba og flottur á því. 

02.09.2008 09:09

Fyrsti Schafer strákurinn opnar augunJæja svona lítur þetta lið út sem er að halda á mér, hugsaði Schafer strákurinn þegar hann opnaði augun. Nú eru þeir 11 daga gamlir og dafna vel. Þeir eru duglegir að drekka og sprikla um í gotkassanum.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36241
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 09:41:49