Færslur: 2009 Júní

26.06.2009 21:38

Mjölnis Astró kominn á malbikið

Nú er Astró kominn í bæinn og ætlar að sýna sig um helgina, hér er hann við Kringluna að spóka sig. Myndin er ekki  nógu skýr en hún er tekin á símann.

10.06.2009 23:50

Ekki reyna að komast óséður

Ég á þennan stað og sé allt!!!


10.06.2009 22:56

Mæðgur

Það er alltaf sól á Kjalarnesi.  

Amíra hefur aldeilis dafnað vel enda hugsar Mamman vel um að hún fái að nóg borða. Öllum systkinum Amíru heilsast vel og erum við aldeilis ánægð með heimilin sem þau fengu, þau eru aldeilis frábær og gott hundafólk


10.06.2009 22:42

Mjölnis Astró

Einu sinni var lítill hvolpur sem heitir Astró og hann bjó á Kjalarnesi með systkinum sínum. 
Einn góðan dag tók hann þá ákvörðun að flytjast til Húsavíkur. 
Þar er meiri hiti,meiri sól og svo sem  meira af flestu góðu svo hann stækkaði og stækkaði og nú sér varla til sólar þegar hann fer út  sem er svo sem í lagi,  því fegurðin er þvílík. 
Orðið hundur hefur fengið nýja merkingu þarna norðan heiða og keppast nú allir að líkjast honum en líklega gengur það ekki!!!!!


10.06.2009 22:33

Luku skapgerðarmati um helgina

Hér eru þær systurnar Úlfrún og Þruma í sólbaði, en aldrei er slakað á á verðinum, sama hversu afslappaður maður sýnist


  • 1
Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36284
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 10:23:57