Færslur: 2013 Apríl

25.04.2013 09:11

Gleðilegt sumar, sumarblót á sumardaginn fyrsta


Þá er komið sumar og best að taka fram stuttbuxurnar.

Það vill svo skemmtilega til að hann Úri sem heitir fullu nafni Odin von der Dolomiten og var flottasti rakkinn á Íslandi, er pabbi hennar Amíru okkar í Mjölnis ræktun.   Þetta er alveg magnað.
Sumarblót í Öskjuhlíð sjá     http://asatru.is/sumarblotOdin von der Dolomiten

Óðinn

Svo heitir æðsta og elsta goð norrænnar goðafræði eins og hún birtist í Eddunum og er Óðinn margræðari en nokkurt hinna goðanna. Hann er faðir annarra goða og er því kallaður Alföður. Hann er skáldskapargoð, dauðragoð og hernaðargoð, og auk þess er hann goð töfra, galdra, rúnastafa og algleymis. Hin fjölmörgu nöfn hans i goðafræðinni sýna einnig hversu margræður hann er. Óðinn og bræður hans, Vilji og Véi, eru hin fyrstu goð. Þeir eru synir Bors og tröllkonunnar Bestlu. Óðinn er kvæntur Frigg og synir hans eru Baldur (með Frigg), Þór (með Jörð) og Váli (með Rindi). Þessi ættartengsl koma fram þegar í dróttkvæðum, en Snorri Sturluson segir auk þess Heimdall, Tý, Braga, Víðar og Höð vera syni Óðins. Bústaður Óðins heitir Ásgarður og hásæti hans Hliðskjálf og úr því sá hann um alla heima og hvers manns athæfi. Einkennisgripir hans eru hringurinn Draupnir, atgeirinn Gungnir, hrafnarnir tveir Huginn og Muninn og hinn áttfætti hestur Sleipnir. Þekkingu sína fékk Óðinn með því að drekka úr Mímisbrunni, en til þess þurfti hann að leggja annað auga sitt að veði.


  • 1
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36174
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 08:34:34