Færslur: 2010 Janúar

26.01.2010 11:35

Sýningin 27 og 28 febrúar

Þeir sem ætla að sýna verða að skrá í síðasta lagi á föstudag

Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu HRFÍ hefst Sunnudaginn 24. janúar í reiðhöllinni Víðidal.


Sunnudagurinn 24. janúar kl 16:00 - 18.00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 31. janúar kl 16:00 - 18:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 7. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 14.febrúar ATH
Auglýst síðar!!!!!!!!!!

Sunnudagurinn 21. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

10.01.2010 20:31

Laugardagsgangan


Sæl og blessuð

Þær voru flottar tíkurnar þrjár sem mættu í göngutúrinn á laugardaginn, en veðrið var nú ekkert sérstakt.  Amíra, Aþena og Yrja mættu ásamt hörku göngufólki og síðan var látið leka af fötunum og göngugörpunum tvífættu yljað inná Litlu Kaffistofunni.Auðvitað gleymdist að taka myndir, en reynum aftur 30 eða 31 janúar

Bestu kveðjur
Amíra
  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 35669
Samtals gestir: 5248
Tölur uppfærðar: 22.3.2023 16:20:50