22.08.2008 22:09

Montin mamma 7 Schafer hvolpa


s


Stemming er mikil í gotkassanum.
Þökkum allar kveðjurnar
Þórður og Elín

22.08.2008 12:33

Þá er goti lokið og sjö schafer hvolpar
Þá er lotunni lokið, og sjö Schafer hvolpar komnir á spena.  Öllum heilsast vel en þetta tók tæplega 8 tíma. Fjórar tíkur og þrír rakkar.

22.08.2008 09:39

Sex fallegir hvolpar

Þá hefur þýskum fjárhundahvolpum fjölgað um sex, og líklega er einn enn sem á eftir að líta dagsins ljós. 

22.08.2008 08:11

Þá eru Schafer hvolparnir orðnir 4
Allt gengur eins og í sögu og fimm hvolpar komnir núna, enn virðast einhverjir eftir
að koma

22.08.2008 06:02

kl er 6 og tveir Schafer hvolpar komnirJæja smá kaffipása, en einn strákur og ein stelpa eru fædd og gekk bara vel, strákurinn er stór og þurfti aðeins að hjálpa honum í heimin, nánar síðar

22.08.2008 00:12

Spennan magnast, nóttin verður vonandi skemmtileg

Nú er Polly með flest öll einkennin, másar eins og fýsibelgur, sleikir bangsann sinn í gríð og erg, og mjólk komin í spenana. Búin að reyna að fara undir alla sófa og rúm og róta jafnvel í rúmum. Núna  liggur hún í gotkassanum og mænir á mig og kemur með smá kvartanir svona af og til.  Ef þetta er ekki góðs viti, þá hvað er það? Nánar síðar hún er komin á fartina

19.08.2008 10:19

Frekar mikið óléttNú er farið að styttast verulega í gotið hjá Polly, líklega kemur það næstu 24 klst. Hún er samt glettilega létt á sér í göngutúrunum sem eru nú ekki langir.  Líklega verða hvolparnir 5 til 7. Miklar hreyfingar hafa verið í bumbunni  síðustu daga og Polly frekar hissa á þessum látum.

15.08.2008 19:48

Styttist í Schafer hvolpanaNú fer að styttast í Schafer hvolpana hjá Pollyönnu, þeir koma líklega næstu daga.  Hún er orðin frekar mikið ólétt og þreytt og ferðunum í garðinn hefur fjölgað verulega. Gotkassinn er tilbúinn og var eftir uppskrift þekkts ræktanda og er Polly þegar farin að máta og hafa það notalegt í kassanum.  Bumban er ótrúlega stór svo að okkur grunar að þýskum fjárhundahvolpum fjölgi nokkuð mikið ef allt gengur vel.  

29.07.2008 12:38

Schafer hvolpar rúmlega 3 vikna

Hérna eru þriggja vikna schafer hvolpar hjá Gjóskuræktun, nýkomnir úr gotkassanum og í stærra rými þar sem hægt er að skoða krílin.

28.07.2008 18:36

Schafer hvolpar hjá Gjóskuræktun

Þá eru loksins komnir Schafer hvolpar.  Gjóskuræktun fékk á dögunum 4 hvolpa sem nú eru orðnir 3 vikna.  Ég ætla að reyna að fá mynd af hvolpunum og setja inn hér í vikunni. 

17.07.2008 00:09

Pollyanna þriggja ára

Þetta er  Pollyanna sem er þriggja ára

16.07.2008 23:04

Væntanlegt Schafer got

Væntanlegt Schafer got.

Í dag fór Pollyanna í sónar og var staðfest að hún er hvolpafull, sjá má myndir af foreldrum hér á myndasíðunni. Hvolparnir munu fæðast seinniparinn í ágúst.  Pörunin var í júni og er pabbinn Odin von der Dolomiten (Úran) Töffarinn hér fyrir neðan!
Þessir hundar eru einstaklega skapgóðir og blíðir og verður gaman að sjá litlu dýrin

28.06.2008 23:08

Ný síða fyrir Schafer aðdáendur

Ný heimasíða Schafer hunda 
Í framtíðinni verður reynt að koma hér á framfæri gagnlegum upplýsingum um Schafer hunda.

Mjölnisræktun á von á Schafer hvolpum.

Þýski fjárhundurinn, German Shepherd, Schafer eða Schäfer á sér marga aðdáendur á Íslandi og hafa Schafer eigendur  alltaf verið með flotta og marga hunda á sýningum HRFÍ.


Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 36263
Samtals gestir: 5343
Tölur uppfærðar: 27.3.2023 10:02:51