25.04.2013 09:11

Gleðilegt sumar, sumarblót á sumardaginn fyrsta


Þá er komið sumar og best að taka fram stuttbuxurnar.

Það vill svo skemmtilega til að hann Úri sem heitir fullu nafni Odin von der Dolomiten og var flottasti rakkinn á Íslandi, er pabbi hennar Amíru okkar í Mjölnis ræktun.   Þetta er alveg magnað.
Sumarblót í Öskjuhlíð sjá     http://asatru.is/sumarblot



Odin von der Dolomiten

Óðinn

Svo heitir æðsta og elsta goð norrænnar goðafræði eins og hún birtist í Eddunum og er Óðinn margræðari en nokkurt hinna goðanna. Hann er faðir annarra goða og er því kallaður Alföður. Hann er skáldskapargoð, dauðragoð og hernaðargoð, og auk þess er hann goð töfra, galdra, rúnastafa og algleymis. Hin fjölmörgu nöfn hans i goðafræðinni sýna einnig hversu margræður hann er. Óðinn og bræður hans, Vilji og Véi, eru hin fyrstu goð. Þeir eru synir Bors og tröllkonunnar Bestlu. Óðinn er kvæntur Frigg og synir hans eru Baldur (með Frigg), Þór (með Jörð) og Váli (með Rindi). Þessi ættartengsl koma fram þegar í dróttkvæðum, en Snorri Sturluson segir auk þess Heimdall, Tý, Braga, Víðar og Höð vera syni Óðins. Bústaður Óðins heitir Ásgarður og hásæti hans Hliðskjálf og úr því sá hann um alla heima og hvers manns athæfi. Einkennisgripir hans eru hringurinn Draupnir, atgeirinn Gungnir, hrafnarnir tveir Huginn og Muninn og hinn áttfætti hestur Sleipnir. Þekkingu sína fékk Óðinn með því að drekka úr Mímisbrunni, en til þess þurfti hann að leggja annað auga sitt að veði.


19.03.2013 08:21

Wagg hundafóður



Fórum með tíkurnar fjórar í heilsufarsskoðun hjá Dýralækninum í Mósó, en þar höfum við verið í frábærri þjónustu í átta ár.  Tíkurnar voru í frábæru standi og sérstaklega Pollyanna sem hefur nú verið gikkur á mat, en nú höfum við árs reynslu á Wagg fóðrinu og er það frábært. 
12 kg poki á tæpan 7 þúsund kall. Eini ókosturin að þetta er bara til á Selfossi sem stendur, en get reddað ykkur um poka ef þið viljið prófa. Einnig er hægt að fræðast um fóðrið á heimasíðunni  http://www.waggfoods.com/content/UK


10.03.2013 11:44

Alltaf sól á Kjalarnesi

Það er ekki að spyrja að blíðunni á Kjalarnesi, hér skín sólin á hverfið.  Tikurnar hressar í morgungöngu.

Erum enn á uppleið


Hlustum á gargandi fuglana í bjarginu, einn kemur í lágflugi og Amíra fylgist með


Vantar svona 15 tommu felgu

01.03.2013 21:36

Mjölnis Astró, flottur rakki

Frábærar fréttir af Astró,



Þá  hefur fjölgað í Schafer rökkunum til undaneldis eftir að niðurstöður úr mjaðma- og olnbogamyndatökunum komu og er Astró frír bæði í mjöðmum og olnbogum.

Mjölnis Astró lauk á síðasta ári skapgerðarmati hjá HRFÍ með sóma.

Þessi rakki er með fasta búsetu Húsavík og einstaklega geðgóður og hraustur. Hér gefur hann sér tíma í smá myndatöku eftir svaml en honum finnst skemmtilegt að busla



 emoticon

24.02.2013 20:08

Yrja (Mjölnis Assa) í heimsókn.

Það var gaman að fá hana Yrju í heimsókn í dag ásamt Alex, Eisa, Silju og Elvari.

13.02.2013 21:53

Á pallinum er fjör



Það er ekki að spyrja að blíðunni, þá er gott að skella sér á pallinn, og litlu svanirnir synda á bakvið

15.01.2013 11:15

Stuð í snjónum


Mjölnis Amíra skoðar sig um í snjónum, ætlum að para hana í sumar.
Þær gerast nú varla fallegri!

02.01.2013 10:39

Schafer got 2013


ZZZZZZZZ

Nú er verið að skoða að para Mjölnis Amíru, svo að Schafer hvolpar gætu litið dagsins ljós í sumar, hér er Polly með einn í kúri.

15.12.2012 13:12

Schafer hvolpar 2013

Það er ekki ólíklegt að eftir áramótin verði gæða Mjölnishvolpar aftur fáanlegir, eftir langa bið.  

Hér er hún Amíra með Þrumu og Úlfrúnu í fjallinu í haust.


16.10.2012 20:58

Góðar fréttir af Yrju.








Við vorum að fá fréttir af olnboga- og mjaðmamyndaniðurstöðum hjá henni Yrju (Mjölnis Össu), en hún fékk A  bæði  í mjöðmum og olnbogum.  Þetta er alveg frábært og óskum við eigendum hennar þeim Alexöndru og Eisa innilega til hamingju með þessar góðu niðurstöður.

14.09.2012 09:05

Mjölnis hvolpar í skapgerðarmati

Astró




Yrja





Nú hafa Mjölnis hvolparnir Astró og Yrja lokið skapgerðarmati með stakri prýði og hafa þá fjórir hvolpar úr þessu goti lokið skapgerðarmati.

22.07.2012 22:42

Schafer hvolpar á árinu



Ekki er ólíklegt að dragi til tíðinda seinna á árinu, en þá gefst ykkur mögulega tækifæri á að eignast fallegan Schafer hvolp hjá Mjölnisræktun.

 Hér sjáið þið hvolp úr síðasta goti, Astró og sá er nú orðinn töluvert stærri og flottari í dag.  Hann er á leiðinni í myndatöku og skapgerðarmat og verður flottur til undaneldis

25.05.2012 08:44

Fréttir af Rökkva (Mjölnis Alex)



Við fengum sendar fréttir og myndir af honum Rökkva (Mjölnis Alex). 
Hann er fluttur í Eyjafjörðinn og býr þar í góðu yfirlæti hjá nýjum eigendum.  Heimilisfólkið þar samanstendur af henni Maríu 19 ára,  foreldrum hennar og systkinum, svo er annar hundur á heimilinu, hestar, kindur, hænur, köttur og naggrís, það er því mikið fjör hjá honum Rökkva í sveitinni.


12.04.2012 08:48

Engir hvolpar

Eitthvað fór nú úrskeiðis svo engir voru hvolparnir, en vonandi gengur betur næst.

Þökkum ykkur fyrir áhugann en verið bara í bandi þegar haustar.

Væntanlegt er got  hjá Ice Tindra Ræktun, skoðið það,   http://icetindra.123.is/

kv

Þórður og Elín

06.03.2012 21:09

Mjölnis Amíra



Skruppum á Esjuna um daginn, hér er gott útsýni !



Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163086
Samtals gestir: 34277
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 08:21:11