Færslur: 2013 Mars
19.03.2013 08:21
Wagg hundafóður
Fórum með tíkurnar fjórar í heilsufarsskoðun hjá Dýralækninum í Mósó, en þar höfum við verið í frábærri þjónustu í átta ár. Tíkurnar voru í frábæru standi og sérstaklega Pollyanna sem hefur nú verið gikkur á mat, en nú höfum við árs reynslu á Wagg fóðrinu og er það frábært.
12 kg poki á tæpan 7 þúsund kall. Eini ókosturin að þetta er bara til á Selfossi sem stendur, en get reddað ykkur um poka ef þið viljið prófa. Einnig er hægt að fræðast um fóðrið á heimasíðunni http://www.waggfoods.com/content/UK
Skrifað af þb
10.03.2013 11:44
Alltaf sól á Kjalarnesi
Það er ekki að spyrja að blíðunni á Kjalarnesi, hér skín sólin á hverfið. Tikurnar hressar í morgungöngu.

Erum enn á uppleið

Hlustum á gargandi fuglana í bjarginu, einn kemur í lágflugi og Amíra fylgist með
Vantar svona 15 tommu felgu

Erum enn á uppleið
Hlustum á gargandi fuglana í bjarginu, einn kemur í lágflugi og Amíra fylgist með
Vantar svona 15 tommu felgu
Skrifað af þb
01.03.2013 21:36
Mjölnis Astró, flottur rakki
Frábærar fréttir af Astró,
Þá hefur fjölgað í Schafer rökkunum til undaneldis eftir að niðurstöður úr mjaðma- og olnbogamyndatökunum komu og er Astró frír bæði í mjöðmum og olnbogum.
Mjölnis Astró lauk á síðasta ári skapgerðarmati hjá HRFÍ með sóma.
Þessi rakki er með fasta búsetu Húsavík og einstaklega geðgóður og hraustur. Hér gefur hann sér tíma í smá myndatöku eftir svaml en honum finnst skemmtilegt að busla

Skrifað af þb
- 1
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163123
Samtals gestir: 34288
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 08:42:11