Færslur: 2011 Júlí
30.07.2011 18:58
Frábærar myndir frá Schaferdeildarsýningunni
Farið inná motivmedia.123.is þar eru 1300, já þrettánhundruð myndir af þessari flottu sýningu. Þetta er bara endurupplifun á þessum flotta degi að renna yfir myndirnar.
Mikið eigum við flotta hunda hér á Íslandi
Mikið eigum við flotta hunda hér á Íslandi
Skrifað af þb
16.07.2011 17:19
1. sæti opinn flokkur Mjölnis Amíra
Mjölnis Amíra hreppti 1. sætið í opnum flokki á Schaferdeildarsýningunni í dag, meistaraefni að auki.
Í flokknum voru skráðar 15 tíkur.
Svo hélt hún áfram og bætti um betur og var í 3 sæti, í besta tík tegundar. SNILLD
Þetta er búinn að vera frábær dagur og á Schaferdeildin hrós skilið fyrir góðan undirbúning og utanumhald á þessari flottu sýningu. Sænski dómarinn var skemmtilegur og þægilegur í viðmóti og gerði andrúmsloftið afslappað og skemmtilegt.
Veðrið er búið að leika við okkur í dag. 20 stiga hiti og sól, og sem betur fer svolítill andvari.
Vonandi verður þetta að árlegum viðburði.
Settum inn nokkrar myndir frá deildarsýningunni í myndaalbúm, fleiri koma síðar.
Skrifað af þb
16.07.2011 09:47
Deildarsýningin í dag
Schaferdeildarsýningin er í dag, hún verður í Guðmundarlundi í Kópavogi, ofan við Kórahverfið og hesthúsahverfið Heimsenda, betri upplýsingar eru inná heimasíðu Schaferdeildarinnar.
Sýningin hefst núna kl 10 og verður til ca. 14:00.
Dómarinn er sænskur og þekkir Schaferinn vel, enda ræktandi Schafer hunda.
Úrslitin eru eftir hádegi, svona um 13:00, en endilega kíkið í sumarstemminguna og útihundasýningu þá flottustu á landinu.
Kv
Þórður
Sýningin hefst núna kl 10 og verður til ca. 14:00.
Dómarinn er sænskur og þekkir Schaferinn vel, enda ræktandi Schafer hunda.
Úrslitin eru eftir hádegi, svona um 13:00, en endilega kíkið í sumarstemminguna og útihundasýningu þá flottustu á landinu.
Kv
Þórður
Skrifað af þb
15.07.2011 14:19
Schafer hvolpar í haust?
Jæja þá er Mjölnis Amíra að lóða og vonandi verða hvolpar í september, erum með augastað á flottum rakka fyrir þessa fallegustu tík landsins.
Nánari fréttir síðar
Skrifað af þb
- 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163161
Samtals gestir: 34297
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:03:49