Færslur: 2008 Október

30.10.2008 10:48

Góður koddi



Það er nú aldeilis gott að eiga svona góða mömmu bara fyrir mig.  Nú er Mjölnis Amíra aldeilis í góðum málum. Polly leikur við hana allann daginn og kennir henni ýmsa góða hundasiði, en vonandi lærir hún ekki alveg strax að opna allar hurðir eins og mamma hennar sem á það til að bregða sér út. 

29.10.2008 22:43

Hvolpabönd

Fengum okkur strax í byrjum þessi frábæru hvolpabönd hjá Hundaheimum  í Mosó.  Þetta munaði öllu til að getað fylgst með hverjum hvolpi fyrir sig og hvernig þyngdaraukningin var.  Mælum með þessu!!!

25.10.2008 18:29

Schafer hvolparnir komnir á góð heimili



Þá eru allir hvolparnir búnir að fá heimili.  Síðasti strákurinn bíður spenntur eftir að komast heim.  Allt gengur vel hjá öllum og óskum við nýju Schafer eigundunum til hamingju með flottu hvolpana sína.    Bestu kveðjur  Þórður og Elín

18.10.2008 19:08

Schafer hvolpar átta vikna




Þá eru flestir Schafer hvolparnir komnir á góð heimili, líklega verður einn rakki eftir svo endilega hafið endilega samband við okkur, einnig vitum við um hvolpa úr öðru goti sem eru á lausu.

16.10.2008 17:13

Jæja ég vil koma heim!



Þá er komið að  því að kveðja elskurnar litlu.  Á morgun fara Schafer hvolparnir á ný heimili. Einn rakki verður líklega eftir hjá systur sinni um stundarsakir. 

13.10.2008 20:59

Aðeins einn Schafer hvolpur eftir, nýjar myndir



Nú styttist í að hvolparnir fari á nýju heimilin, líklega er bara einn rakki eftir, ef allt gengur upp hjá kaupendum.  Þeir sem vilja vera á biðlista endilega hafið samband aftur ef að eitthvað klikkar.  Hvolparnir verða 8 vikna á föstudaginn, og tilbúnir að koma til eigenda sinna.

05.10.2008 13:39

Kíkið á þessa síðu




Í gær komu í heimsókn hundaáhugakonurnar Halla og Berglind, og Berglind tók 65 myndir af hundunum okkar.  Kíkið á myndirnar á heimasíðu hennar www.123.is/berglind

03.10.2008 11:58

Schafer hvolpar 6 vikna



Hver pantaði þetta hvíta ?

01.10.2008 21:19

Hlýðni Brons

Deild Þýska fjárhundsins ætlar að standa fyrir Hlýðni Brons námskeiði núna í október.

 

Kennari verður:

Hundaþjálfarinn, Björn Ólafsson BIPDT, hefur öll leyfi til 
reksturs hundaskóla frá sveitafélögum á 
höfuðborgarsvæðinu!

Björn hefur nú klárað 3 gráður af 4, 2nd Grade1st Grade 
og Graduate Grade  úr hinum virta hundaskóla 

BRITISH INSTITUTE of PROFESSIONAL DOG TRAINERS.

 

Þetta verða 8 kennslustundir alls

 

7 tímar í kennslu og síðasti tíminn verður æfingarpróf fyrir Hlýðni Brons prófið.

Kennt verður 2 í viku í Reiðhöll Sigurbjörns í Víðidalnum.

Verð námskeiðsins er 17.000 kr.

 

Áhugasamir skrái sig hjá  faxi@simnet.is

  • 1
Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163244
Samtals gestir: 34313
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:48:14