Færslur: 2008 Ágúst

31.08.2008 20:41

9 daga schafer hvolpur



Jæja þá eru hvolparnir orðnir 9 daga og þeir þyngjast og þyngjast. Hér er ein prinsessa sem heitir Mjölnis Aþena og hún er farin að rembast við að reyna að standa upp. Hún er orðin 850 gr. 

27.08.2008 14:06

Litla Schafer daman leggur sig á trýni



Hún valdi sér góðan stað til að leggja sig, hlýtt og notalegt og örugg hjá mömmu sinni

25.08.2008 18:07

Litla daman tróð sér á fínan spena


Efst á myndinni er minnsti hvolpurinn í gotinu sem er stelpa og hún tróð sér yfir nokkur systki ni sín og að fínum spena og ýtti bróður sínum frá

24.08.2008 17:05

Schafer hvolpur ca 2 daga, stærsti töffarinn



Hér er stærsti hvolpurinn í fyrsta goti Pollyönnu og erum við ekki enn búin að ákveða hvað þessi gaur á að heita.  Takk fyrir allar kveðjurnar

22.08.2008 22:17

Svona í leiðinni

22.08.2008 22:09

Montin mamma 7 Schafer hvolpa


s


Stemming er mikil í gotkassanum.
Þökkum allar kveðjurnar
Þórður og Elín

22.08.2008 12:33

Þá er goti lokið og sjö schafer hvolpar




Þá er lotunni lokið, og sjö Schafer hvolpar komnir á spena.  Öllum heilsast vel en þetta tók tæplega 8 tíma. Fjórar tíkur og þrír rakkar.

22.08.2008 09:39

Sex fallegir hvolpar

Þá hefur þýskum fjárhundahvolpum fjölgað um sex, og líklega er einn enn sem á eftir að líta dagsins ljós. 

22.08.2008 08:11

Þá eru Schafer hvolparnir orðnir 4




Allt gengur eins og í sögu og fimm hvolpar komnir núna, enn virðast einhverjir eftir
að koma

22.08.2008 06:02

kl er 6 og tveir Schafer hvolpar komnir



Jæja smá kaffipása, en einn strákur og ein stelpa eru fædd og gekk bara vel, strákurinn er stór og þurfti aðeins að hjálpa honum í heimin, nánar síðar

22.08.2008 00:12

Spennan magnast, nóttin verður vonandi skemmtileg

Nú er Polly með flest öll einkennin, másar eins og fýsibelgur, sleikir bangsann sinn í gríð og erg, og mjólk komin í spenana. Búin að reyna að fara undir alla sófa og rúm og róta jafnvel í rúmum. Núna  liggur hún í gotkassanum og mænir á mig og kemur með smá kvartanir svona af og til.  Ef þetta er ekki góðs viti, þá hvað er það? Nánar síðar hún er komin á fartina

19.08.2008 10:19

Frekar mikið ólétt



Nú er farið að styttast verulega í gotið hjá Polly, líklega kemur það næstu 24 klst. Hún er samt glettilega létt á sér í göngutúrunum sem eru nú ekki langir.  Líklega verða hvolparnir 5 til 7. Miklar hreyfingar hafa verið í bumbunni  síðustu daga og Polly frekar hissa á þessum látum.

15.08.2008 19:48

Styttist í Schafer hvolpana



Nú fer að styttast í Schafer hvolpana hjá Pollyönnu, þeir koma líklega næstu daga.  Hún er orðin frekar mikið ólétt og þreytt og ferðunum í garðinn hefur fjölgað verulega. Gotkassinn er tilbúinn og var eftir uppskrift þekkts ræktanda og er Polly þegar farin að máta og hafa það notalegt í kassanum.  Bumban er ótrúlega stór svo að okkur grunar að þýskum fjárhundahvolpum fjölgi nokkuð mikið ef allt gengur vel.  
  • 1
Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163203
Samtals gestir: 34306
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:26:23