16.07.2011 17:19

1. sæti opinn flokkur Mjölnis Amíra



Mjölnis Amíra hreppti 1. sætið í opnum flokki á Schaferdeildarsýningunni í dag, meistaraefni að auki.

Í flokknum voru skráðar 15 tíkur.

Svo hélt hún áfram og bætti um betur  og var í 3 sæti, í besta tík tegundar.   SNILLD

Þetta er búinn að vera frábær dagur og á Schaferdeildin hrós skilið fyrir góðan undirbúning og utanumhald á þessari flottu sýningu.  Sænski dómarinn var skemmtilegur og þægilegur í viðmóti og gerði andrúmsloftið afslappað og skemmtilegt.

Veðrið er búið að leika við okkur í dag. 20 stiga hiti og sól, og sem betur fer svolítill andvari.

Vonandi verður þetta að árlegum viðburði.

Settum inn nokkrar myndir frá deildarsýningunni í  myndaalbúm, fleiri koma síðar.








Flettingar í dag: 563
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163635
Samtals gestir: 34351
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 20:24:57