24.08.2009 20:57
Mjölnis hvolpar 1 árs
Þá eru hvolparnir orðnir 1 árs. Þetta er ótrúlega fljótt að líða. Ákveðið var að hafa smá afmælishitting, laugardaginn 22. ágúst, afmælisdaginn þeirra en því miður komust ekki allir, Astró Húsvíkingurinn var að reka hvali úr flóanum og Rökkvi(Alex) var að hrella óvelkomna gesti í vinnunni með yfirmanni(Inga) sínum öryggisverðinum, svo þeir voru fjarri góðu gammni. Svo Amíra, Yrja(Assa), Tyson(Anderson), Aþena og Ísold(Aríel) voru mætt kl 1400 við litlu kaffistofuna og genginn var slóði í norður ca 40 mín og étin bláber og krækiber (aðallega þb)og eftir göngu fengu sér allir kaffi, kakó(súkkulaði) og meðlæti nema Eisi hann var að dekstra Yrju(Össu) sína
Skrifað af þb
Flettingar í dag: 563
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 163635
Samtals gestir: 34351
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 20:24:57