15.08.2008 19:48

Styttist í Schafer hvolpana



Nú fer að styttast í Schafer hvolpana hjá Pollyönnu, þeir koma líklega næstu daga.  Hún er orðin frekar mikið ólétt og þreytt og ferðunum í garðinn hefur fjölgað verulega. Gotkassinn er tilbúinn og var eftir uppskrift þekkts ræktanda og er Polly þegar farin að máta og hafa það notalegt í kassanum.  Bumban er ótrúlega stór svo að okkur grunar að þýskum fjárhundahvolpum fjölgi nokkuð mikið ef allt gengur vel.  
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 221
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 233848
Samtals gestir: 39165
Tölur uppfærðar: 19.1.2026 09:38:11