Bifhjólakennsla
Útdráttur úr umferðarlögum um bifhjól.
Með fyrirvara um innsláttarvillur, sjá umferðarlög og reglugerð um umferðarmerki
3.gr.
Bifhjól: Vélknúið ökutæki sem ekki telst bifreið, dráttarvél eða torfærutæki og er aðallega ætlað til farþega- eða farmflutninga, á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur eða fleiri hjólum með sprengirými yfir 50 sm³ sé það búið brunahreyfli og hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst.
Létt bifhjól: Vélknúið ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst. og er með:
- sprengirými sem er ekki yfir 50 sm³ sé það búið brunahreyfli eða
- samfellt hámarksafl sem er ekki yfir 4 kW sé það búið rafhreyfli.
Létt bifhjól greinast í létt bifhjól í flokki I sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. og létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. Ákvæði laganna um bifhjól eiga einnig við um létt bifhjól nema annað sé tekið fram.
45.gr.
Bifhjóli má ekki aka samhliða öðru ökutæki, nema þegar ekið er samhliða öðru bifhjóli á tveimur hjólum, án hliðarvagns, á sömu akrein í þéttbýli, enda sé hámarkshraði þar eigi meiri en 50 km á klst. og aðstæður leyfa slíkt.
Á bifhjóli og hliðarvagni þess má ekki flytja fleiri farþega en ökutækið er ætlað til. Farþega á bifhjólinu er óheimilt að sitja fyrir framan ökumann.
Óheimilt er að flytja farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður sé 20 ára eða eldri, enda sé bifhjólið til þess ætlað.
Barn sjö ára eða yngra sem er farþegi á bifhjóli skal sitja í sérstöku sæti því ætluðu. Barn eldra en sjö ára skal ná með fætur niður að fóthvílum bifhjóls, en að öðrum kosti á 1. málsl. við. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um gerð og notkun viðurkennds öryggis- og verndarbúnaðar fyrir börn sem eru farþegar á bifhjóli.
Ökumaður og farþegi bifhjóls skulu að jafnaði hafa báða fætur á fótstigum eða fóthvílum og ökumaður báðar hendur á stýri og að jafnaði bæði (öll) hjól bifhjólsins á vegi þegar það er á ferð.
78. gr.
Öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóls og torfærutækis.
Óvarinn vegfarandi sem er á ferð á bifhjóli eða torfærutæki skal nota viðurkenndan hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota. Sama er um þann sem er á hliðarvagni eða eftirvagni slíks ökutækis. Ökumaður ber ábyrgð á að farþegi noti hlífðarhjálm.
Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur, sbr. 1. mgr., á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða við svipaðar aðstæður.
Hver sá sem situr í sæti bifhjóls eða torfærutækis, sbr. 1. mgr., sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar ökutækið er á ferð.
Ráðherra getur sett ákvæði í reglugerð um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms við sérstakar aðstæður.
4. gr.
Almenn aðgæsluskylda
Vegfarandi skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Hann skal og sýna þeim tillitssemi sem býr eða staddur er við veg og skal haga sér þannig í umferðinni að öðru leyti að eigi valdi óþarfa ónæði.
Sérstaka tillitssemi skal sýna börnum, öldruðum og þeim sem eru sýnilega sjón- eða heyrnarskertir, fatlaðir eða sjúkir þannig að hái þeim í umferðinni.
Flokkar umferðarmerkja, nú hefur þeim verið breytt.
Kynnið ykkur reglugerð um umferðarmerki inná island.is
Merki til viðvörunar
100 viðvörunarmerki
Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða að sérstök hætta sé á vegi
Merki til stjórnunar
200 forgangsmerki
Forgangsmerki mæla með bindandi hætti fyrir um forgang umferðar við vegamót, þrengingar á vegi og samruna akreina. Fyrirmæli um forgang umferðar gilda við staðsetningu forgangsmerkis nema annað sé sérstaklega tekið fram með undirmerki.
300 bannmerki
Bannmerki kveða með bindandi hætti á um bann við tiltekinni umferð eða háttsemi. Takmarkanir á umferð gilda frá staðsetningu bannmerkis og þar til þeim er aflétt en annars að næstu vegamótum, nema annað sé sérstaklega tekið fram á undirmerki eða í ákvæðum um einstök merki.
Áhugavert merki til upprifjunar
Merki þetta gefur til kynna að óheimilt sé að aka fram úr vélknúnum ökutækjum öðrum en tvíhjóla
Merki þetta gefur til kynna að bannað sé að stöðva ökutæki, enda sé stöðvun eigi nauðsynleg vegna annarrar umferðar,
400 boðmerki
Boðmerki mæla með bindandi hætti fyrir um tiltekna háttsemi eða fyrirkomulag umferðar. Fyrirmæli um umferð gilda frá þeim stað sem boðmerki stendur að næstu vegamótum nema annað sé sérstaklega tekið fram á undirmerki eða í ákvæðum um einstök merki.
Nýtt merki
Merki þetta er notað á akreinamerki og gefur til kynna lágmarkshraða á viðkomandi akrein í kílómetrum á klukkustund.
500 sérreglumerki
Sérreglumerki mæla með bindandi hætti fyrir um sérstakar reglur eða takmarkanir fyrir umferð á tilteknum stað, afmörkuðu svæði eða á ákveðnum akreinum, aðrar en þær sem gefnar eru til kynna með bannmerki, boðmerki eða forgangsmerki.
eins og t.d.
Einstefna
Vistgata
Merki til leiðbeiningar.
600 upplýsingamerki
Upplýsingamerkjum er ætlað að veita vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina en fela ekki í sér boð, bönn eða aðrar sérreglur fyrir umferð.
T.d.
700 vegvísar og þjónustumerki
Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumanni um leiðarval. Þjónustumerki eru ein tegund vegvísa og er ætlað að upplýsa vegfarenda um þjónustu.
Svartur texti á gulum grunni með svörtum jaðri er notaður við almenna vegvísun á vegvísum utan höfuðborgarsvæðisins. Vegnúmer eru á hvítum bakgrunni.
Blár texti á hvítum fleti með bláum jaðri er notaður við almenna vegvísun á vegvísum innan höfuðborgarsvæðisins. Vegnúmer eru á gulum bakgrunni.
Þjónustumerki eru ein tegund vegvísa og er ætlað að upplýsa vegfarendur um þjónustu sem veghaldari telur sérstaka ástæðu til að vekja athygli á, annaðhvort vegna mikilvægi þjónustunnar eða þar sem langt er í aðra sambærilega þjónustu.
Önnur merki.
800 undirmerki
Undirmerki eru notuð með öðrum umferðarmerkjum til nánari leiðbeininga eða skýringa.
900 önnur merki
Önnur merki eru notuð vegfarendum til aðstoðar, til að skýra nánar hættu sem fram undan er og til leiðbeiningar um legu vegar, akbrautar, vegamóta eða vegarbrúnar.
Breytileg umferðarmerki
Breytileg umferðarmerki eru ljósmerki eða flettimerki með breytilegum táknum eða texta til upplýsingar, leiðbeiningar eða stjórnunar umferðar. Umferðarmerki sem birt eru á breytilegu merkjaskilti hafa sama gildi og samsvarandi hefðbundin umferðarmerki.
Yfirborðsmerkingar
Mið- og deililínur.
Mið- og deililínur liggja langsum eftir akbraut og eru notaðar til að skipta henni í akreinar. Miðlínur skilja á milli umferðarstrauma í gagnstæðar áttir en deililínur skilja á milli umferðarstrauma í sömu átt
Umferðarstjórn lögreglu.
Merki sem lögregla gefur við umferðarstjórn tákna:
- Útréttur handleggur (annar eða báðir) táknar að vegfarandi sem nálgast að framan eða að aftan skal nema staðar. Sá sem nálgast frá hlið má aka fram hjá.
- Uppréttur handleggur táknar að allir vegfarendur skulu nema staðar. Ökumaður sem kominn er það langt að hann getur ekki stöðvað ökutækið án hættu má halda áfram. Vegfarandi sem þegar er á vegamótum skal aka út af þeim.
- Rautt ljós sem sveiflað er táknar að vegfarandi sem ljósinu er beint að skal nema staðar.
24 ára eða 21 árs, ef tvö ár með A2 réttindi.
Öll bifhjól AM + A1 + A2 + Þríhjól yfir 15 kW
19 ára. Hjól ekki meira en 35 kW ekki yfir 0,2 kW/kg
og ekki breytt úr meira en tvölföldu afli + AM + A1
17 ára. 11 kW - 125cc ekki yfir 0,1 kW/kg AM þríhjól - 15 kW
15 ára. 50cc - 45 km hámarkshraði hjóls, þríhjól - 45 km hámarkshraði hjóls