Ökukennsla-bílpróf-munnlegt ökupróf á BMW X 3

 
 
Ökukennsla á BMW X 3.  Model 2007.
Hef kennt á BMW síðan 2000.
Sími 894 7910
 
 
Ökuníðings námskeið / sérstakt námskeið / akstursbann
 
Ökuskólinn í Mjódd heldur sérstakt námskeið vegna akstursbanns, oft nefnt ökuníðingsnámskeið
Skráning í síma 567-0300. Upplýsingar líka í 894-7910
 
 
 
Ökukennsla, bifreið  og öll bifhjól, líka skellinöðrur og vespur.
Bifhjólakennsla, mótorhjólakennsla.

 

 

A réttindi:
 
24 ára eða 21 árs,  ef tvö ár með A2 réttindi.
Öll bifhjól AM + A1 + A2 + Þríhjól yfir 15 kW

 

 

A2 réttindi:
19 ára. Hjól ekki meira en 35 kW ekki yfir 0,2 kW/kg
og ekki breytt úr meira en tvölföldu afli + AM + A1

 

 

A1 réttindi:
17 ára. 11 kW - 125cc ekki yfir 0,1 kW/kg AM þríhjól - 15 kW

 

 

AM rétttindi:
15 ára. 50cc - 45 km hámarkshraði hjóls, þríhjól - 45 km hámarkshraði hjóls

 

 
 

Bóklegt bifhjólapróf -  mótorhjólapróf - sýnishorn Próf A
 
 
 
 
 
 
 
 
Bóklegt / skriflegt bifhjólapróf  Próf B
 
Bóklegt / Skriflegt  Bifhjólapróf C
 
 
 

Munnlegt próf  spurningar- Munnlegt bílpróf spurningar.   B-réttindi.   Munnlegt ökupróf spurningar, munnlega ökuprófið

Þessi listi er í vinnslu. .
 


Smurljós-olíuþrýstingur.
Ef þetta rauða ljós kveiknar þegar vélin er í gangi eða við akstur á að fara strax út í kant og drepa á vélinni. Þá hefur þrýstingur fallið á smurolíukerfinu, dælan biluð eða engin smurolía á vélinni.
Vélin eyðileggst ef ekki er drepið á henni. Ef ljósið logar gult þá vantar oíu.
 

Hleðsluljós
Ef þetta ljós kveiknar við akstur eða þegar vélin er í gangi er rafallinn ekki að framleiða rafmagn eða að reimin sem snýr rafalnum er slitin. Slökkva á öllu óþarfa rafmagni og fara með bílinn í viðgerð.

 


Handbremsuljós/upphrópunarmerki
Þetta ljós logar ef handbremsan er á. Einnig  ef hún er ekki á þá táknar að bilun sé í bremsukerfi, vantar vökva á bremsuvökvaforðabúrið.
 
 
BMW X3



Snúningshraðamælir.  Stóri hægramegin. Hann gefur til kynna hversu hratt vélin snýst á mínútu.
1 er eitt þúsund á mínútu, 2 tvöþúsund og svo framvegis. Gott er að skipta um gír í kringum 2500.


Hitinn á kælivatni vélarinnar. 
Gefur til kynna hitastig kælivatns vélarinnar, það verður að stöðva og drepa á vélinni ef vélin ofhitnar. Ekki opna lok á vatnskassa ef vélin er enn heit, bíða allt að 30 mín.eða þar til mælir er kominn niður á kalt, annars getur gosið upp heit vatnsgufa og brennt þig.


Glow Plug Warning Icon
Forhitari

Forhitun á dieselolíu, aðeins diesel  bílar, bíða þar til ljósið slokknar.
 
Aftengja loftpúða farþegamegin.
Algengt er að það sé t.d. í hanskahólfi, en ekki hægt á þessum bíl
 
Loftþrýstingur í dekkjum.
Límmiði inní hurðarfalsinu bílstjóra megin. Mismunandi mikið eftir farþegafjölda og farmi.
 
Smurolía. Smurolíuskipti.
 Fara eftir tilmælum framleiðanda, oft er gott að skoða þetta á ca 5000 km fresti.
Sjá mynd neðar.

Loftsía, hlutverk hennar.
Hreinsar loftið áður en það fer inná vélina.

Handbremsa athuga virkni.
Prófa að aka af stað eða setja hana á í brekku og athuga hvort bílinn rennur af stað.

Fótbremsa athuga virkni
Til að prófa fótbremsu á að stíga á pedalann og hann má ekki fara niður í gólfið, aðeins 2/3 hluta bilsins frá efstu stöðu og niður í gólf. Pedalinn má ekki síga niður  þegar stigið er á hann.
 
Bilbelti og prófun á bílbeltum
Kippa skal snöggt í þau og þá eiga þau að stoppa. Sjónskoða beltin með því að draga þau út og þau eiga að vera heil og ótrosnuð og ekki rifin.


High Beam Icon
Háuljósin.
Þau eru kveikt með með því að ýta stefnuljósastönginni að mælaborði og blikkað með því að toga að sér

Ljósabúnaður.
Skylduljósabúnaður að framan.Dagljós Háu og lágu ljósin, stöðuljós, stefnuljós
Ljósabúnaður að aftan. Stöðuljós, stefnuljós, bakkljós, bremsuljós, númersljós, glitmerki, þokuljós v/megin aftan og hættuljós.   Geta kveikt háuljósin, stöðuljósin, þokuljósin

Rúðuþurrrkur.
Kveikt er á rúðuþurrkum hægra megin við stýrið, einu sinni niður þá fer hún eina ferð. Hægt er að nota þrjú þrep, fyrsta þá virkar letinginn sem hægt er að stýra hraða, annað þrep er venulegur hraði og þriðja þrepið hratt. Nauðsynlegt er að þrífa þurrkublöð reglulega því á þau sest tjara og saltdrulla.

Mynsturdýpt á dekkjum. 
15 apríl til 31 október skal mynsturdýpt vera a.mk. 1.6 mm. 
 og frá 1 nóvember til 14 apríl skal mynsturdýpt vera a.m.k 3 mm.

Dautt slag í stýri.
 Á að vera sem minnst og ekki meira en 2-3 cm.

Stýrislæsing.
Stýrið læsist þegar að lykill er tekinn úr og getur þurft að hreyfa eilítið stýrið til þess að getað snúið lyklinum til að svissa á.


Varadekkið.
Það er geymt í skotti eða undir bílnum að aftanverðu.

Skottið er opnað með fjarstýringu á lykli eða á skottlokinu sjálfu, fyrir ofan númerið hjá ljósinu

Viðvörunarþríhyrningur, tjakkur og felgulykill eru einnig í skottinu.
 
Miðstöð.

Kunna vel á miðstöðina, útskýra inni/útiloft (ryk,mengun)
 
Rúðuþurrkur.

Rúðuþurrkurofi, framan og aftan, hvað er letingi?

Hitarofi fyrir afturrúðu.
 
Hættuljós.

Hættuljósarofi. Er ofan við útvarpið skoða á fleiri tegundum.

Þokuljósarofi.

Stillingar á sæti.
 
Mynd úr BMW X 3
 
Eldsneytismælir, hraðamælir, snúningshraða mælir, eyðslumælir, hiti á kælivatni

Mælaborðið, eldsneyti, kælivatn, snúningshraði.



Mæla olíu.
Mælistika tekin upp þurrkað af henni og henni stungið niður aftur og tekin upp
þá á olían að vera á milli min og  max
 
Að skipta um dekk og hvar eru hlutirnir. 
Bíllinn helst útaf vegi og þar sem slétt er, ef hægt er, setja í gír og handbremsu, kveikja hættuljós, setja viðvörunarþríhyrning 50-100 metra aftan við ökutæki, skorða með stein ef hann er í brekku,
Sækja varadekk sem er undir bílnum að aftan og tjakkinn og verkfæri sem eru í skottinu.
Losa aðeins boltana, , setja tjakkinn á réttan stað, tjakka svo upp , losa dekkið og setja hitt undir, herða boltana í kross, tjakka niður, fullherða boltana, og fara með dekkið á verkstæði sem allara fyrst.    
 
 
 
Þegar skipt er um akrein, stefnuljós, spegill og kíkja á blinda blettinn                                                                       

Blindi bletturinn


Muna að stilla spegla. Baksýnis og hliðarspegla
 
Aðalljós, þokuljós, stilling á ljósgeisla og ljós bakvið í mælaborði


Aðaljósarofinn, þokuljós og önnur ljós
Nú er stóri rofinn vinstra megin stilltur á aðalljós, í miðjunni þá eru stöðuljósin kveikt, og 0 þá eru engin ljós.  
Efri snúningstakkarnir, sá til vinstri er dimmer á ljósin á bak við mælana í mælaborði og miðjunni  miðstöð og fleira.
Þessi með tölustöfunum er til að stilla ljósgeislann á ökusljósunum hægt er að lækka og hækka hann.
Þokuljósarofar, vinstri að framan og hægri að aftan



Rúðuopnarar og stilling á hliðarspeglum.
Lengst til vinstri er læsing á rúðum, svo eru  4 rúðuopnarar,

Litli svarti er til að skipta á milli hliðarspegla hægri og vinstri, svo eru 
speglar stillir með hringlaga takkanum 
 
 

Baksýnisspegill

Hnappurinn fyrir miðju er til að stilla á næturspegil, ef bíll kemur með háuljósin fyrir aftan þá beinir maður geislanum niður svo hann fari ekki í augun, einnig ef sólin fer í spegilinn og blindar mann.
 
 





Þetta líka fína útsýni!



Mælaborð BMW  X 3,
Hér loga þau rauðu ljós sem að þekkja, gulu eru biluð pera, opnar hurðir
og athuga með vélina, þá þarf að lesa með tölvu bilanatilkynningu



Miðstöð BMW X 3

Hér verðum við að þekkja virkni miðstöðvar sem er fyrir miðri myndinni.
Hægri neðsti er afturrúðuhitarinn, snjókornið er fyrir loftkælinguna, efsti er mikill blástur á framrúðu.
Litla og stóra viftan er til að kveikja og slökkva á miðstöð og auka blásturinn. 
Síðan kemur takkinn sem lokar fyrir loftinntak að utanverðu, ef maður ekur t.d. inn í jarðgöng eða þar sem mikið ryk er í lofti. 
AUTO er til að miðstöðin haldi sjálfvirk völdu hitastigi.
Bláu og rauðu pílurnar eru til að auka eða minnka hitann á miðstöðinni og loks hvert við viljum að blásturinn fari. 
Kringlótti rofinn þar fyrir ofan er til að kveikja á útvarpi en nauðsynlegt er að hafa stillt á rétta útvarpsrás þegar maður ekur í gegnum Hvalfjarðargöngin ekki vera með geislaspilara eða aðra tónlistarspilara í gangi.

Hættuljósarofi er ofan við miðstöð merkur með þríhyrningi.
 
Kælivökvi vélarinnar.

Kælivatn vélarinnar
Svarti kúturinn með loki hægramegin, kælivatn vélarinnir, rauði litli hringurinn uppi til vinstri er olíukvarðinn til að mæla olíumagn á vélinni.

Smurolían.

Bæta á smurolíu.
Litla lokið fyrir miðju er skrúfað af til að hella smurolíu á vélina.

Rúðuhreinsivökvi.


Fremst í húddinu vinstra megin þegar þú stendur framan við bílinn er rúðuhreinsivökvinn.
Bremsuvökvi og bremsuvökvaforðabúr.
 
Bremsuvökvi og Bremsuvökvaforðabúr.


Hægra megin  fremst neðan við rúðuna þegar þú stendur framan við bílinn er bremsuvökvaforðabúrið,  með gula tákninu  á lokinu.

ABS bremsur
Antiblock Brake  System

Þá er bíllinn með læsivarðar bremsur, þannig að dekkin læsast ekki föst þótt að bremsufetillinn sé stiginn eins fast og hæg er. Dekkin snúast eilítið og hægt er að beygja þótt maður bremsi.

Skráningarskírteini bílsins

Í skírteininu eru ýmsar mikilvægar upplýsingar t.d. heildarþyngd bílsins og líka eru upplýsingar um hversu þunga kerru bifreiðin má draga, bæði án hemla og með hemlum.

Hvernig virkar kúplingin?



Hvernig höldum við í stýrið?





Rétt staða í  ökumannssæti.



Að sitja rétt undir stýri getur komið í veg fyrir alvarleg meiðsl.
Þegar ökumaður hefur stillt sig rétt undir stýri tryggir hann að hann geti stjórnað ökutækinu örugglega, aðgengi að fótpetulum er betra, stuðningur og betra grip um stýrið.  Ef ökumaður er of langt frá og/eða liggur undir stýri, getur hann átt erfitt með að stíga nægjanlega vel á bremsur og sá sem situr of nálægt á erfitt með að stýra og koma höndunum fyrir.


1) Stilltu sætið eins hátt og mögulegt er, sitja beinn í baki til að sjá sem best framfyrir á veginn og mögulegar hættur.

2) Tryggðu að þú sért í réttir fjarlægð frá fótpetulum. Þú átt að getað sett vinstri fót á fóthvíluna og þrýst þér í sætið.

3) Ökumaður réttir úr handleggjum og þá á úlnliður að leggjast ofan á stýrið efst.  Það tryggir að ökumaður heldur í stýrið með  bognar hendur sem hjálpar við að getað beygt vel í báðar áttir.

4) Gott er að stilla bakið rétt, axlir eiga að hvíla rétt með góðan stuðning. Sérstaklega er nauðsynlegt að stilla þetta vel þegar ekið er lengi, illa stillt sæti þreytir ökumann og getur haft slæmar afleiðingar.

Stilla höfuðpúða og einnig að spenna beltin rétt.
Belti á að vera á mjöðmum, slétta beltið og strekkja að mjöðmum, ekki hafa úlpu á milli. Beltið á að liggja alveg að öxlinni, ekkert bil þar á milli.
 
Kerran.
 
Þú mátt draga 750 kg kerru.

 
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 113
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 79481
Samtals gestir: 17538
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:32:38